Dróttskátamót 2022

Upplýsingafundur Landsmóts Dróttskáta 2022

Upplýsingafundur um Landsmót Dróttskáta 2022 verður haldinn þriðjudaginn 31.maí kl. 20 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Fundurinn er fyrir dróttskátaforingja, fararstjóra, stjórn skátafélaga og forráðafólk.

Fulltrúar mótstjórnar mun kynna umgjörð mótsins, dagskrána ásamt því að svara öllum þeim spurningum sem þið kunnið að hafa eftir bestu getu.

Að sjálfsögðu verðu hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en við hvetjum þau sem geta að mæta í persónu. Hægt er að smella hér til að tengjast fjarfundi