Vormót Hraunbúa 2024
Vormót Hraunbúa 2024 verður haldið Hvítasunnuhelgina 17.- 20. maí á Hamranesi. Svæðið opnar kl. 17 á föstudegi.
Skráning og verð
Skráning er opin á skráningarsíðu Hraunbúa og kostar 12.000 kr. ef skráð er fyrir 26.apríl, en 15.000 kr. ef skráð er milli 26. april og 15. maí.
Dagskrá
Heitt kakó með rjóma öll kvöld !
Hafragrautur á morgnanna !
Pylsypartý á laugardagskvöld !
Kvöldvaka !
Göngur !
Tækifæri til að vinna sér inn stiku- og/eða hæðamerki !
Þau sem koma með hjól geta tekið þátt í hjólaferð í sund !
Kanó á Hvaleyrarvatni !
Víkingar með dagskrá !
Laugardagur:
Dagskrábilin eru á milli kl. 10 - 12 og kl. 14 - 17. Um kvöldið verður pylsupartý og næturleikur ásamt heitu kakói með rjóma.
Sunnudagur:
Dagskrábilin eru á milli kl. 10 - 12 og kl. 14 - 17. Um kvöldið verður kvöldvaka og heitt kakó með rjóma.
Mánudagur:
Félagaleikar um morguninn og mótsslit eru klukkan 12.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Hraunbúa, hraunbuar@hraunbuar.is
Vormót Hraunbúa 2023
Vormót Hraunbúa 2023 verður haldið með þemanu Víkingar og mun Víkingafélagið Rimmigýgur aðstoða með dagskrá og veita þátttakendum mikla innsýn í nútíma víkingastarf. Boðið verður upp á lengri dagskrá fyrir þau sem vilja, svo sem hjólaferðir og gönguferðir. Einnig verður í boði að fara í sund í Ásvallalaug sem er í næsta nágrenni.
Hvenær
Mótið verður haldið um Hvítasunnuhelgina 26.-29. maí.
Hvar
Mótið verður haldið á sama stað og síðast, á flugmódelvelli Þyts við Hvaleyravatn.
Verð
Mótsgjald fyrir þátttakendur er 14.000 kr.
Skráning
Skráningin fer fram inn á sportabler skráningarsíðu Hraunbúa : https://www.sportabler.com/shop/hraunbuar
Svæðið opnar kl. 18 og verður mótið sett seinna um kvöldið. Dagskrá lýkur með slitum á mánudagsmorgni
Sérstök dagskrá er í boði fyrir rekkaskáta og eldri og fjölskyldum stendur til boða að mæta með ferðavagna/tjöld og taka þátt í gleðinni fyrir hóflegt gjald sem verður rukkað á staðnum.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um mótið með því að hafa samband við skipuleggjendur mótsins hér: vormot@hraunbuar.is