Fálkaskátamót 2025

Skátaþing í apríl 2024 samþykkti að sumarið 2025 yrðu haldin landsmót fyrir hvert aldursbil á þátttakanda aldri að fyrirmynd þeirra móta sem haldin voru 2018 og 2022.

Fálkaskátamótið er 4 daga (3 gistinótta) tjaldbúðarmót sem verður haldið 14.-17. ágúst. Staðsetning hefur ekki verið fest en það verður eitt af fyrstu verkefnum mótsstjórnar.

 

Hefur þú og þínir skátavinir áhuga á að vera í mótstjórn Fálkaskátamóts 2025? Hér er hægt að sækja um í mótstjórn Fálkaskátamóts 2025! 


Hringborð fálkaskátaforingja - Haust 2023

Hringborðin eru vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum.

Fyrir hver er hringborðið:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um fálkaskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjarnir geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoðað hvert annað við að móta fálkaskátastarf á Íslandi.

Hvar verður hringborðið:

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með að smella hér.

Skráning á hringborðið:

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður á dagskrá við hringborðið:

Á hringborðinu munum við sýna fyrsta umbrot af leiðarbókinni að nýja könnuðarmerki fálkaskáta og spjalla um hvernig sé hægt að vinna að merkinu með eldri skátum aldursbilsins.

Þá verður líka spjall um nýju stiku- og hæðamerkin út frá reynsluheimi fálkaskátaforingja, hvers konar ferðir er hægt að skipuleggja og framkvæma með aldursbilinu og hvernig sé mögulega gott að fara að því.

Gesta erindi verður flutt úr grasrót skátahreyfingarinnar.

Í lokin verða svo opnar umræður, hvað getum við lært af hvert öðru, hvað gerðum við vel á seinasta starfsráði, hvert stefnum við á þessu starfsári, hvaða áskoranir erum við að takast á við á aldursbilinu okkar. Ræðum sérstaklega ferðir, útilegur og annað sem þátttakendur vilja ræða.

Dagskrá hringborðsins er í höndum Starfsráðs sem birtir dagskrá þegar nær dregur, hægt er að senda þeim tillögu að málefnum til að taka fyrir á fundinum með að senda þeim tölvupóst.


Hringborð fálkaskátaforingja

Hringborðin er nýjung í skátastarfi. Þessi viðburður er samráðsvettvangur fyrir skátaforingja vissra aldursbila til þess að koma saman, stilla strengi, skerpa á ákveðnum málefnum, deila reynslu og ræða mikilvæg umræðuefni. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum sem halda utan um fálkaskátastarf. Við viljum bjóða upp á vettvang þar sem skátaforingjar geta speglað sig við aðra skátaforingja og aðstoðað hvert annað við að móta drekaskátastarf á Íslandi.

Hvar er viðburðurinn

Viðburðurinn verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þau sem vilja mæta á viðburðinn gegnum fjarfund geta fylgt hlekk á fundinn með því að smella hér. 

Skráning á viðburðinn

Skráning á öll hringborðin fer fram á skraning.skatarnir.is en það er ekki nauðsynlegt að skrá sig til að mæta.

Hvað verður til umræðu á fundinum:

  1. Sveitarútilegur (hvers vegna mikilvægt, hvað er að hindra, getum við stutt betur)
    Í flestum félögum er ein stærsta breytingin á fálkaskátaaldri sú fjölgun tækifæra á að fara í ferðir og útilegu og í starfsgrunni BÍS er gert ráð fyrir a.m.k. 10 gistinóttum á starfsári samanborið við 5 á aldri drekaskáta. En talsvert ólíkt er eftir félögum hvort farið sé í sveitarútlegur á aldri fálkaskáta og þegar félög fara er ólíkt hversu oft er farið á ári. Við hringborðið munum við ræða hvers vegna sveitarútilegur skipta máli í fálkaskátum, hvernig þær styðja við aukin áhuga fálkaskáta á starfinu og hvað þær gera fyrir félagsandann milli skáta í sveitinni. En við munum einnig ræða hvaða hindranir skátaforingjar nema fyrir því að fara í sveitarútilegur og hvaða stuðningur myndi nýtast skátaforingjum við skipulag og framkvæmd sveitarútilegna.
  2. Spennandi tækifæri í dagsferðum (Er hægt að búa til sniðmát)
    Dagsferðir eru skemmtileg leið til að bæta við og útvíkka sveitarstarfið, í starfsgrunni BÍS er gert ráð fyrir a.m.k. 2 dagsferðum á starfsári. Við hringborðið verða ræddar sniðugar dagsferðir sem hafa verið farnar, kannað hvaða hindranir séu helst við að fara í dagsferðir með fálkaskáta og hvort að sniðmát og önnur verkfæri gætu stutt við skipulag og framkvæmd dagsferða.
  3. Flokkastarf og skipulag sveitar
    Fálkaskátar kynnast iðulega flokkastarfi fyrst á aldri fálkaskáta og óskastaðan er þegar flokkastarfið er grunnurinn að skipulagi og framkvæmd sveitarfunda en reglulega komast félög ekki af stað í flokkastarfi og þess í stað er allt keyrt á sveitarstigi. Við hringborðið verður til umræðu hvernig maður setur flokkastarfið af stað, hvaða aðferðum hefur verið beitt til að styðja við það og hvernig skátaforingjum tekst að halda sig við þetta líkan.

Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá eða málefni sem að skátaforingjarnir geta sjálfir komið með.