drekaskátadagur

Drekaskátadagurinn 2023

Ævintýrið heldur áfram að leika við drekaskátana okkar á drekaskátadeginum 4. mars.
Að þessu sinni heimsækjum við skátafélagið Svani á Álftanesi þar sem við fáum að kynnast heimahögum þeirra við Bjarnastaði.

Dagskráin sjálf hefst kl. 13 en skátasveitirnar eru velkomnar að koma fyrr og borða hádegismat í Bjarnastöðum áður en dagskrá hefst. Gert er ráð fyrir að dagskráin lýkur kl. 16.
Ef þið viljið taka strætó á svæðið þá gengur strætó nr. 23 á Álftanes og hægt að fara út á annað hvort stoppustöðinni Klukkuholt eða Höfðabraut og rölta restina.
Ef einhver félög eru að koma utan að landi þá er velkomið að tjalda á fletinum fyrir utan skátaheimilið en það verður ekki hægt að nýta heimilið fyrir innilegur.

 

Endilega hafið samband við Erlu hjá svanir@svanir.is ef það eru ofnæmi eða aðrar matar þarfir. 

 

Gróf dagskrá

13:00 - Setning
13:30 - Ratleikur hefst
15:00 - Ratleik lýkur, slit og kakó

 

Hugmynd af útbúnaðarlista:

- Skátaklútur
- Dagspoki
- Hlý föt (klæða sig eftir veðri, húfa, vettlingar, buff, ullarsokkar)
- Vatnsbrúsi / bolli til að drekka kakó
- Hádegismatur ef þið viljið borða fyrir dagskrána