Stefnumótunardagur BÍS

Áfram veginn - Stefnumótun BÍS

Sunnudaginn 10. nóvember 2019 verður stefnumótunardagur BÍS haldinn í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, milli klukkan 10 og 16.  Þá gefst skátum tækifæri til að móta framtíð BÍS, koma sínum skoðunum á framfæri og hafa áhrif.  Húsið opnar klukkan 9:30 og boðið verður upp á léttar veitingar yfir daginn.

Ekki láta þetta tækifæri til að móta framtíð skátahreyfingarinnar á Íslandi framhjá þér fara, skráðu þig á http://skatar.felog.is/