Skólastjóri Útilífsskóla Hamars (Grafarvogur)

 

Viltu framleiða ævintýri?

Skólastjóri Útilífsskóla Hamars – sumarstarf

 

Skátafélagið Hamar óskar eftir því að ráða sumarstarfsmann til að sinna starfi skólastjóra yfir Útilífsskóla Hamars, sem eru námskeið fyrir 8-12 ára börn, þar sem þátttakendur stunda útivist, kynnast öðrum krökkum og vinna skemmtileg verkefni í anda skátastarfs. 

Helstu verkefni:

  • Umsjón sumarnámskeiða
  • Stýra dagskrárgerð
  • Samskipti við foreldra
  • Verkstjórn leiðbeinenda
  • Skráningar og utanumhald 

Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að skólastjóri hafi náð 20 ára aldri.
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi.
  • Reynsla af stjórnun og/mannaforráðum er kostur.
  • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur.

Frekari upplýsingar veitir Sól Gísladóttir, starfsmaður Hamars á soldisg@gmail.com, 6919595

Umsóknir skulu berast á skfhamar@simnet.is. Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2020.