Skátamiðstöðin fagnaði 20 ára afmæli

Skátamiðstöðin var með opið hús í tilefni 20 ára afmæli þar sem Skátafélagið Árbúar, Bandalag íslenskra skáta, Grænir skátar, Skátaland og Skátasamband Reykjavíkur buðu gestum upp á afmælisköku og léttar veitingar. Skátaland setti upp hoppukastala, klifurturn og svifbraut niður af þaki hússins sem vakti mikla athygli og lukku hjá gestum.

Fjölmargir gestir kíktu í heimsókn, fyrrum skátar frá Árbúum, fyrrum starfsmenn hússins, krakkar úr hverfnu og starfandi skátar frá ýmsum skátafélögum.

Í tilefni afmælisins fékk Skátamiðstöðin tiltekt og fengu veggir miðstöðvarinnar nýjan lit og ásamt því að merki BÍS var málað á vegginn í salnum.