Skátaævintýri á Útilífsnámskeiði

Helgina 9.-11. febrúar síðastliðinn stóðu Skíðasamband skáta og skátafélagið Klakkur fyrir Útilífsnámskeiði í Eyjafirði fyrir drótt- og rekkaskáta.

Námskeiðið er haldið árlega og að þessu sinni voru 20 þátttakendur á námskeiðinu, 11 skátar frá Klakki og 9 skátar af höfuðborgarsvæðinu ásamt foringjum.

Hópurinn að sunnan lagði af stað með rútu frá Skátamiðstöðinni í hádeginu föstudaginn 9. febrúar og voru mætt í Valhöll tilbúin í verkefni helgarinnar þegar námskeiðið var sett klukkan 18.

Markmið námskeiðsins er að vera hvatning til skátanna að stunda útivist að vetri til og kenna þeim hvernig best er að undirbúa sig fyrir slík ævintýri.

Til þess fá þau fræðslu um ýmislegt sem nauðsynlegt er að vita, meðal annars um viðeigandi klæðnað og búnað ásamt því að þjálfast í rötun og á gönguskíðum.

Að auki gerðu þátttakendur eldhús úr snjónum, sem nóg var af, en þar elduðu þau og borðuðu flestar máltíðir á meðan námskeiðinu stóð.

Einnig tjölduðu þau í snjónum og létu kuldan ekki á sig fá þegar þau gistu í tjöldunum seinni nóttina.

Það voru sáttir skátar sem héldu heim á sunnudegi.