Þristur

Umsjónaraðili

Skátafélagið Kópar

Tengiliður

kopar@kopar.is
554-4611
kopar.is/skataskalar/

Verð

Daggjald: Samkomulag
Næturgjald: 1500.- kr pr.mann
Helgargjald: 2500.- kr pr.mann
Lágmarksleiga:  15.000.- kr.

Aðstaða

Vatn

Hægt er að nálagst kalt vatn nálægt skálanum.

Salernisaðstaða

Útikamar án skjólveggja er í stuttri fjarlægð frá skálanum þar sem hægt er að gera þarfir sínar undir berum himni.
Þegar það verður mjög snjóþungt getur hann horfið undir snjó.
Að öðruleiti er ekki meiri salernisaðstaða

Svefnpláss

30 manns á gólfi
Það eru dýnur

Kynding

Kamína sem þarf að fylla á með eldivið.
Gasofnar

Staðsetning Skálans

Ekið er sem leið liggur inn Mosfellsdalinn, framhjá Gljúfrasteini og u.þ.b. 2 km til viðbótar. Þá er afleggjari til vinstri (í norður) og við hann stendur rafmagnsskúr sem er A-hús. Ekið er upp þann afleggjara þar til komið er að bænum Hrafnhólum. Þar er farið niður fyrir bæinn meðfram ánni og þegar komið er að vaði yfir ánna er EKKI farið lengra heldur farið í gegnum hlið sem er þar hægra megin. Þá er ekið eins og leið liggur eftir veginum þangað til komið er að stóru gili. Þar er best að leggja bílnum og ganga síðasta spölin sem er u.þ.b. 300 m./ 10 mín ganga.  Á sumrin er hægt að komast að planinu við gilið á fólksbíl/góðum jeppa en á veturna er það ekki ráðlagt.  Snjór er ruddur að Hrafnhólum og er um 30 mínútna gangur þaðan að skála.