Pax Lodge – London

Pax Lodge er ein af 5 skátamiðstöðvum WAGGGS og er staðsett í London. Pax Lodge er í senn farfuglaheimili, þjálfunar- og ráðstefnustaður með skátaandann í fyrirrúmi.

Hægt er að gerast sjálfboðaliði hjá Pax Lodge en þau bjóða upp á 3-6 mánaða leiðtogaupplifun frá 18 ára aldri, þar sem þú býrð á svæðinu og sinnir sjálfboðastörfum sem efla leiðtogahæfni þína. Á þessum tíma muntu efla sjálfstraustið þitt, læra nýja hluti, fá aðra sýn á heiminn og verða hvetjandi leiðtogi.

Ef þú ert að leita að spennandi ævintýrum og langar að fara út í heim að vinna, gerast sjálfboðaliði eða bara hafa gaman þá ættir þú að kíkja á heimasíðuna hjá Pax Lodge í London.