Leiðtogaþjálfun
Leiðtogaþjálfun skátanna
Á þessari síðu getur þú fræðst um leiðtogaþjálfun skátanna, námskeiðin sem boðið er upp á og viðfangsefni þeirra
Leiðtogaþjálfun Skátanna má skipta í 2 námslínur:
- leiðtogaþjálfun frá 10 ára aldri sem stuðlar að persónulegum framförum skátanna og gera þá að virkum þátttakendum í skátastarfi sem og samfélaginu
- hagnýta foringjaþjálfun frá 16 ára aldri sem skiptist í aðstoðar sveitaforingjanámskeið og sveitarforingjanámskeið.
Þannig er reynt að bjóða upp á ólík námskeið sem henta mismunandi einstaklingum innan hreyfingarinnar en öll byggja þau á sama grunnstefinu; að styrkja sjálfstæði og þor þátttakenda.
persónulegar framfarir
Námskeiðin nota skátaaðferðina, sérstaklega flokkastarf, lýðræði, táknræna umgjörð og reynslunám.
foringjaþjálfun
Foringjaþjálfun skátanna miðar að því að efla færni starfsfólk og sjálfboðaliða hreyfingarinnar til að sinna sínum hlutverkum af kostgæfni og fagmennsku.
Foringjaþjálfunin skiptist í námskeið fyrir aðstoðarsveitarforingja og námskeið fyrir sveitarforingja.
námskeið fyrir aðstoðarsveitarforingja
Helgarlangt námskeið þar sem starfandi aðstoðarsveitaforingjar fá innsýn í hlutverk sitt, ábyrgðina og félagslegu skyldurnar sem því fylgir.
námskeið fyrir sveitarforingja
Helgarlangt námskeið sem ætlað er starfandi sveitarforingjum. Námskeiðið miðar að því að veita þeim innsýn í hlutverk sveitarforingja ásamt því að fjalla um ábyrgð og skyldur sem fylgja hlutverkinu.