Inngilding og fjölmenning

Inngilding og fjölmenning


Um námskeiðið

Æskulýðsvettvangurinn, í samstarfi við Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og höfund þeirra verkfæra sem hér má finna, hefur þróað fræðslu um fjölmenningu og inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi og vinnustofu fyrir félög sem vilja stuðla að inngildingu í starfsemi sinni.

Námskeið um inngildingu og fjölmenningu í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um fjölmenningarleg samfélög, almennt sem og í íslensku samhengi. Fjallað er um nokkur mikilvæg hugtök, viðhorf og umræðuhefð sem og mismunandi birtingarmyndir fordóma, kynþáttaníðs og mismununar í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Einnig fjallað um ávinninginn af því að vera með inngildandi félag og starfsemi með börnum og ungmennum, áskoranir og hindranir sem standa í vegi fyrir þátttöku jaðarsetta barna og ungmenna og hvað þú getur gert til þess að félagið þitt sé opið, aðgengilegt og inngildandi.

Hægt er að hafa samband við Æskulýðsvettvanginn fyrir nánari upplýsingar og pantanir á námskeiðum.

Vinnustofa um inngildingu og fjölmenningu í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Hægt er að panta vinnustofu fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem og aðra sem starfa með börnum og ungmennum af erlendum uppruna og/eða með flóttabakgrunn sem hafa skuldbundið sig til þess að vinna að inngildingu í félaginu sínu og starfsemi og eru að taka sín fyrstu skref í slíkri vinnu eða vilja stöðumat og mögulega uppfærslu á því sem þegar er til staðar.

Hægt er að panta vinnustofu fyrir íþrótta- og æskulýðsfélög sem og aðra sem starfa með börnum og ungmennum af erlendum uppruna og/eða með flóttabakgrunn sem hafa skuldbundið sig til þess að vinna að
inngildingu í félaginu sínu og starfsemi og eru að taka sín fyrstu skref í slíkri vinnu eða vilja stöðumat og mögulega uppfærslu á því sem þegar er til staðar.

Nánari upplýsingar má finna á vef Æskulýðsvettvangsins.

Finna næsta námskeið

Hinsegin fræðsla

Hinsegin fræðsla


Um námskeiðið

Á Íslandi og í íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins er fjöldi barna og ungmenna hinsegin. Það er mikilvægt að þau finni fyrir öryggi og vellíðan á sínum vettvangi. Þekking og fræðsla á hinsegin málum er grundvöllur fyrir því að draga úr fordómum og mismunun. Það skiptir máli fyrir þenna hóp að efla þekkingu, auka skilning á stöðu hinsegin fólks og að fagna fjölbreytileikanum.

Á námskeiðinu er fjallað um öll helstu hugtök innan hinsegin regnhlífarinnar, hvað þau þýða og hvað við getum gert til að styðja við bakið á hinsegin fólki.

Finna næsta námskeið

Samskipti og siðareglur

Samskipti og siðareglur


Um námskeiðið

Siðareglur eru mikilvægur hlekkur í því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og til að tryggja öryggi þeirra, sem og starfsfólks og sjálfboðaliða í starfinu.

Æskulýðsvettvangurinn og þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn hafa um árabil starfað samkvæmt siðareglum sem gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangins og eru til þess fallnar að auka tiltrú og traust á starfinu. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.

Námskeið þetta snýr að siðareglum Æskulýðsvettvangsins um samskipti, með áherslu á samskipti ábyrgðaraðila og iðkenda í íþrótta- og æskulýðsstarfi, en þau félagasamtök sem saman mynda Æskulýðsvettvangsinn leggja áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum, þar sem hver og einn er ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum.

Markmiðið með námskeiðinu er að kynna siðareglurnar fyrir starfsfólki og sjálfboðaliðum innan félagasamtakanna og innleiða starfshætti í anda þeirra hjá hverjum og einum, sem og félagasamtökum í heild sinni. Tilgangurinn með því er að stuðla að heilbrigðu, uppbyggjandi, vönduðu og öruggu umhverfi fyrir allt fólk í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Á námskeiðinu er m.a. farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvað eru jákvæð og neikvæð samskipti?
  • Af hverju er siðareglur mikilvægar?
  • Hvernig samskipti eigum við að tileinka okkur gagnvart iðkendum í starfinu?
  • Hvers konar atvik tengd samskiptum geta komið upp í starfinu og hvernig á að bregðast við?
  • Hver er tilkynningarskylda þeirra sem starfa með börnum og ungmennum?

Finna næsta námskeið

Netnámskeið í barnavernd

Netnámskeið í Barnavernd


Um námskeiðið

Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því.

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar sem vinna með börnum og ungmennum þurfa að þekkja mismunandi birtingarmyndir kynferðisofbeldis, eineltis, vanrækslu og annars ofbeldis sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og vita hvernig bregðast eigi við þegar slíkt kemur upp.

Tilgangurinn með því að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða sem starfa með börnum og ungmennum á einelti, ofbeldi og áreitni sem þau geta orðið fyrir er að reyna að koma í veg fyrir að slíkt komi upp í íþrótta- og æskulýðsstarfi og gera börnum og ungmennum auðveldara með að fá úrlausn slíkra mála þegar þau koma upp.

Uppbygging á námskeiðinu

Námskeiðið skiptist í tíu kafla og inniheldur fræðslu um líkamlegt og andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vanrækslu, samskiptavanda og einelti – og hvernig bregðast eigi við grun um slíkt, með áherslu á börn og ungmenni. Í lok hvers kafla er stutt krossapróf sem þarf að ljúka til þess að halda áfram. Að loknu námskeiðinu geta þátttakendur fengið skírteini með staðfestingu á því að þeir hafi lokið námskeiðinu.

Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins í barnavernd er öllum opið og það er ókeypis.

Kaflar námskeiðsins

  1. Inngangur
  2. Líkamlegt ofbeldi
  3. Andlegt ofbeldi
  4. Kynferðislegt ofbeldi
  5. Vanræksla
  6. Hvernig bregðast skal við grun um ofbeldi eða vanrækslu
  7. Samskiptavandi og ágreiningur
  8. Einelti
  9. Hvernig bregðast skal við grun um einelti
  10. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Höfundar og styrktaraðilar

Námskeiðið er sett á laggirnar af Æskulýðsvettvanginum í samstarfi við fagaðila í barnaverndarmálum. Efni námskeiðsins var samið af Þorbjörgu Sveinsdóttur, sálfræðingi, Ólöfu Ástu Farestveit, uppeldis, afbrota og fjölskyldufræðing, Semu Erlu Serdar, sérfræðingi í samskiptum og forvörnum og Björg Jónsdóttur hjá Erindi – samtökum fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða. Er þeim, sem og öllum öðrum sem komu að því að gera námskeiðið að veruleika, færðar bestu þakkir fyrir.

Verkefnið er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu, Æskulýðssjóði og Lýðheilsusjóði.

Finna næsta námskeiðThis course in english

Verndum þau

Verndum þau


Um námskeiðið

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum og öðrum áhugasömum.

Í bókinni er fjallað um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt og lesendur eru upplýstir um eðli og birtingarmyndir ofbeldis og vanrækslu, auk þess sem gerð er grein fyrir ferli mála af þessu tagi hjá barnaverndaryfirvöldum og innan dómskerfisins.

Höfundar bókarinnar, Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis, afbrota og fjölskyldufræðingur, og Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

Á námskeiðinu er m.a farið yfir:

  • Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
  • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
  • Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn.
  • Reglur í samskiptum við börn og ungmenni.
  • Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveitendur að hafa í huga.
  • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

Æskulýðsvettvangurinn gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins sæki námskeiðið.

Finna næsta námskeið

Gilwell framhaldsnámskeið

Gilwell framhaldsnámskeið


Perlur 3 og 4

Um námskeiðið

Á Gilwell framhaldsnámskeiðum  geta þátttakendur unnið að 3. eða 4. perlunni.   Umfang verkefna eykst eftir því hvort verið sé að vinna að 3. eða 4. perlunni.

Námskeiðið er kennt á tveimur helgum. Auk þess verður unnið að stóru verkefni sem reynir á leiðtogahæfileikana, ásamt færni í að skipuleggja og framkvæma verkefnið.

Framhaldsnámskeiðin eru frábær leið til að bæta persónulega hæfni og þjálfa sig í að takast á við stærri verkefni, auk þess að fá tækifæri til að upplifa skátaævintýrið á nýjan leik.  

Við hvetjum því öll fullorðin í skátastarfi til að dýpka sig í skátastarfinu og auka persónulegan þroska sinn, með því að nýta sér tækifærið og drífa sig aftur á Gilwell og vinna að nýrri perlu í framhaldinu.  Þannig geta þau dýpkað skátastarfið og víkkað út sjóndeildarhringinn innan skátastarfsins.


Gilwell leiðtogaþjálfun er æðsta stig foringjaþjálfunar Bandalags íslenskra skáta.


ALDUR

Þau sem hafa lokið Gilwell


MARKMIÐ

Á Gilwell framhaldsnámskeiðum  geta þátttakendur unnið að 3. eða 4. perlunni.   Umfang verkefna eykst eftir því hvort verið sé að vinna að 3. eða 4. perlunni.

Áhersla verður lögð á flokkastarf, tjaldbúðalíf og  samvinnu, ásamt því að unnið verður að því að efla þátttakendur í leiðtogafærni, skipulagningu verkefna,  stefnumótun og innleiðingu breytinga.

Framhaldsnámskeiðin eru frábær leið til að bæta persónulega hæfni og þjálfa sig í að takast á við stærri verkefni, auk þess að fá tækifæri til að upplifa skátaævintýrið á nýjan leik.

Þetta er frábært tækfæri fyrir fullorðna í skátastarfi til að dýpka sig í skátastarfinu og auka persónulegan þroska sinn, með því að nýta sér tækifærið og drífa sig aftur á Gilwell og vinna að nýrri perlu í framhaldinu.  Þannig geta þau dýpkað skátastarfið og víkkað út sjóndeildarhringinn innan skátastarfsins


KENNSLA

Námskeiðið fer fram á tveimur helgum, t.d. í maí og nóvember. Auk þess verður unnið að stóru verkefni sem reynir á leiðtogahæfileikana, ásamt færni í að skipuleggja og framkvæma stærri verkefni.


NÁMSMAT

Taka þarf virkan þátt í námskeiðinu.



Námskeið fyrir aðstoðarsveitaforingja

Námskeið fyrir aðstoðarsveitarforingja


Um námskeiðið

Starfandi aðstoðarsveitarforingjar fái innsýn í hlutverk sitt, ábyrgðina og félagslegar skyldur sem því fylgja.


ALDUR

16 – 18 ára foringja.


MARKMIÐ

Fá innsýn í hlutverk aðstoðarsveitarforingja, kynnast verkfærum sem nýtast til að halda uppi góðu skátastarfi eins og leikjum og fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum.


KENNSLA

Ein helgi í upphafi starfsárs.


NÁMSMAT

Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.



Námskeið fyrir sveitaforingja

Námskeið fyrir sveitarforingja


Um námskeiðið

Helgarlangt námskeið fyrir starfandi sveitarforingja (eða aðra foringja sem hafa náð 18 ára aldri). Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hluverk sveitarforingja, ábyrgð þeirra og skyldur.


ALDUR

Foringjar, 18 ára og eldri.


MARKMIÐ

Veita þátttakendum nauðsynlega fræðslu og þjálfun til að geta sinnt hlutverki sínu sem sveitarforingjar af öryggi og stuðla þannig að aukinni vellíðan.


KENNSLA

Ein helgi í upphafi starfsárs.


NÁMSMAT

Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefnunum.



Neisti

Neisti


Um námskeiðið

Helgarlangt smiðjunámskeið sem miðar að því að efla fjölbreytta færni í skátastarfi. Boðið er upp á fjölbreyttar smiðjur þar sem hver og einn getur valið eftir sínu áhugasviði. Skátaforingjar fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína og færni ásamt því að fá nýjar hugmyndir fyrir skátastarfið. Skátarnir fá tækifæri til að upplifa skemmtilegt skátastarf, táknræna umgjörð, starfa í flokk og kynnast öðrum skátum.


ALDUR

Skátar 16 ára og eldri.


MARKMIÐ

Markmið er að kveikja áhuga og auka færni þátttakenda á fjölbreyttum skátaverkefnum og aðferðum.


KENNSLA

Ein helgi í Janúar.


NÁMSMAT

Hafa tekið virkan þátt í námskeiðinu og sýnt fram á skilning á viðfangsefninu.



Gilwell

Gilwell


Um námskeiðið

Lögð er áhersla á að þátttakendur verði meðvituð um eigin gildi og velti fyrir sér hvaða leið þau vilji fara í lífinu og hvernig gildi þeirra tengjast því. Lögð er áhersla á persónulegar framfarir þar sem þau vinna í að læra að þekkja sig sjálf og viðbrögð sín, að æfa samvinnu í hóp og vinna í hvernig þau geta orðið góðir leiðtogar, í skátastarfinu og í sínu persónulega lífi. Námskeið er byggt upp á þrem þrepum sem nefnast Skátinn, Flokkurinn og Leiðtoginn. Milli þrepa eru lögð fyrir smærri verkefni til einstaklinga og flokka. Auk þess er unnið stórt einstaklingsverkefni yfir allt tímabilið. Lagt er upp með að þjálfunin taki eitt ár.


Gilwell leiðtogaþjálfun er æðsta stig foringjaþjálfunar Bandalags íslenskra skáta.


ALDUR

Skátar, 20 ára og eldri.


MARKMIÐ

Markmið námskeiðsins er að efla leiðtogafærni þátttakenda, styrkja þau í trú á sína eigin getu til forystu og efla þau til hafa áhrif til breytinga, bæði í sínu eigin lífi og í skátastarfinu.


KENNSLA

3 skipti á Úlfljótsvatni (febrúar, júní, nóvember).


NÁMSMAT

Taka þarf virkan þátt í námskeiðinu, skila smærri verkefnum og stóru lokaverkefni.