Þátttökumerki

Þátttökumerki


Þátttökumerki eða aldursmerki eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn.

Brún merkisins (brons, silfur og gull) markar aldur skátans. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.


Forsetamerki

Forsetamerki


Hvatamerki fyrir rekkaskáta

Forsetamerkið

Rekkaskátar geta unnið að forsetamerkinu séu þau áhugasöm um það og tekur vegferðin að forsetamerkinu rúmlega tvö ár. Rekkaskátar sem byrja að vinna að forsetamerkinu fá úthlutað sértilgert vegabréf til að halda utan um vegferðina. Til að hljóta forsetamerkið þarf rekkaskátinn að skipuleggja og framkvæma 24 verkefni sem falla undir einhvern af fjórum verkefnaflokkum forsetamerkisins. Í hverjum verkefnaflokki þarf að ljúka einu skylduverkefni og að minnsta kosti tveimur valverkefnum.

Hér er hægt að sjá forsetamerkisleiðvísi á pdf. skjali. 

Verkefnaflokkarnir

Ferðalög og alþjóðastarf

Útilífsáskoranir

Samfélagsþátttaka

Lífið og tilveran

Skylduverkefni

Þátttaka í skátamóti, sem varir 5 daga eða lengur

Ferðast 45 km eða lengra, á eigin afli

Helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun

Skyndihjálparnámskeið

Hver rekkaskáti þarf síðan að taka þátt í undirbúningi, framkvæmd og endurmati á tveimur stærri verkefnum sem taka 3 – 12 mánuði. Þetta getur verið viðburðahald, aðstoð með starf yngri skáta, stjórnarseta fyrir félagið eða eitthvað sem er gert utan skátastarfs. Þegar rekkaskátar hefja vegferð að forsetamerkinu lista þau upp væntingar sínar um hvaða kunnáttu og vöxt þau muni hljóta á vegferð sinni og að leiðarlokum líta þau aftur á afrek sín og ígrunda hvaða áhrif vegferðin hafði í raun á þau. Að vegferð lokinni fá rekkaskátar forsetamerkið afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn að Bessastöðum og að athöfn lokinni býður forsetinn jafnan forsetamerkishöfum og gestum þeirra til kaffisamsætis þar sem þeim gefst færi á að kynnast forsetanum og starfsemi embættisins örlítið betur.


Könnuðamerki

Könnuðamerki


Hvatamerki fyrir elsta aldursbil allra skátasveita

Könnuðamerkin

Könnuðamerkin eru hluti af hvatakerfi sem er notað til að hjálpa skátunum að fá hugmyndir að verkefnum, að setja mér markmið og sjá árangur af starfinu. Skátar sem eru að ljúka aldursbili fá tækifæri á að vera könnuðir. Sem könnuðir þurfa þau að vinna að sérstökum verkefnum á síðasta árinu sínu. Rekkaskátar vinna að forsetamerkinu í 2-3 ár og Róverskátar vinna að sjálfboðaliðaverðlaunum BÍS í 3 ár.


Drekaskátar

Fálkaskátar

Dróttskátar

Rekkaskátar

Könnuðamerkjabækurnar

Til þess að fá könnuðamerkið þurfa skátarnir að vinna að alls kyns fjölbreyttum verkefnum, eins og skylduverkefni, valverkefni og sérverkefni. Leiðangur skátanna er tekinn saman í könnuðamerkjabókinni, skátarnir skrifa niður verkefnin sem þau klára og fá undirskrift skátaforingja til samþykktar.


Drekaskátar

Fálkaskátar

Dróttskátar

Hvernig er hægt að nálgast könnuðamerkjabókina

Skátafélögin og skátaforingjar geta pantað bæði könnuðamerkin og könnuðamerkjabækurnar hjá Skátabúðinni. Einnig er aðgengilegt pdf. skjal hér á síðunni sem foringjar eða skátafélögin geta prentað út sjálf eða stutt sig við.


Hæða og stikumerki

Hæða og stikumerki


Á þessari síðu getur þú fræðst um hæða- og stikumerkin, nálgast yfirlit um merkin ásamt tillögum um hvernig megi vinna að þeim.

Hæða- og stikumerkin eru áskoranir sem skátar geta unnið að í sínu starfi. Merkjunum er ætlað að hvetja til aukinnar útivistar í skátastarfi. Í hverri ferð er einungis hægt að fá annað hvort eitt stikumerki eða eitt hæðamerki. Það má vinna merkin inn í hvaða röð sem er.

Hæðamerki


Hæðamerki geta skátar fengið sem ferðast í tiltekna hæð yfir sjávarmáli á eigin afli. Minnsta hæðamerkið kallar á að skáti komist í 60 m til 199 m hæð en við 200 m hæð hefur skáti unnið sér inn 200 m merkið o.s.frv.

Hugmyndabanki


Hér er hægt að fá hugmyndir af ferðum.

Hlekkirnir vísa á vef Ferðafélag Íslands (FÍ) og Íslenska ferðavefinn þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um gönguleiðarnar.

Hugmyndabankinn er í stöðugri þróunn svo við hvetjum öll sem fara í ferðir til að segja okkur frá þeim. Ef þú ert með hugmyndir um ferðir sem hægt er að fara til að vinna að hæðamerkjum má senda þær á skatarnir@skatarnir.is.

1400

Dæmi um gönguleiðir:

Jökulborg (1421 m)

Dýfjallshnjúkur (1445 m)

Miðfellstindur, Hornafirði (1430 m)

Miklafell á Hofsjökli (1468 m)

Snækollur (1488 m)

Hekla (1491 m)

Kverkfjöll (1600 m)

Herðubreið (1677 m)

2000

Dæmi um gönguleiðir:

Hvannadalshnúkur (2119 m)


Stikumerki


Stikumerki geta skátar fengið fyrir að ferðast tiltekna vegalengd á eigin afli í einni og sömu ferðinni. Gert er ráð fyrir að ferðin sé skipulögð fyrirfram með áætlaðri vegalengd.

Hugmyndabanki


Hér er hægt að fá hugmyndir af ferðum.

Hlekkirnir vísa á vef Ferðafélag Íslands (FÍ) og Íslenska ferðavefinn þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um gönguleiðarnar.

Hugmyndabankinn er í stöðugri þróunn svo við hvetjum öll sem fara í ferðir til að segja okkur frá þeim. Ef þú ert með hugmyndir um ferðir sem hægt er að fara til að vinna að stikumerkjunum má senda þær á skatarnir@skatarnir.is.

Hvernig fæ ég merkin afhent?


Skátafélagið getur pantað merkin í gegnum Skátabúðina. Einstaka skátar geta ekki pantað merkin sjálf enda þarf að vinna sér inn merkin með því að skipuleggja og framkvæma ferðina í samráði við skátaforingja eða fulltrúa skátafélagsins og endurmeta síðan leiðangurinn. Að því loknu afhenda skátafélögin merkin.