Nýtt ungmennaráð kosið á ungmennaþingi

Ungmennaþing var haldið fyrstu helgina í febrúar á Akranesi þar sem kosið var í ungmennaráð Bandalag íslenskra skáta.  Fimm sæti voru laus til kjörs í ungmennaráði auk þess sem kosið var í stöðu sérstaks áheyrnafulltrúa ungmenna í stjórn BÍS. Þau ungmenni sem voru kosin í embætti og myndi því nýtt ungmennaráð eru:

  • Annika Daníelsdóttir Schnell – Skátafélagið Akraness
  • Grímur Chunkuo Ólafsson – Skátafélagið Fossbúar
  • Hafdís Rún Sveinsdóttir – Skátafélagið Fossbúar
  • Lára Marheiður Karlsdóttir – Skátafélagið Fossbúar – Áheyrnafulltrúi ungmenna í stjórn BÍS.
  • Þorkell Grímur Jónsson – Skátafélagið Garðbúar

Nýja ungmennaráðið hefur þegar hafið störf og héldu þau fyrsta ungmennaráðsfundinn strax í vikunni eftir ungmennaþing ásamt fráfarandi meðlimum sem munu vera nýja ráðinu innan handar fyrst um sinn.

Við óskum nýju ungmennaráði innilega til hamingju með kjörið og óskum þeim velfarnaðar í nýju hlutverki.