Nýr leikjavefur skátanna birtur!

Nýtt vefsvæði með leikjum hefur verið birt á heimasíðu Skátanna. En þar er nú hægt að finna safn skemmtilegra og frumlegra leikja sem líklegt þykir að skátar um allt land geti haft gaman af og hafa jafnvel ekki prófað áður.

Á vefnum er reynt að setja skemmtilega táknræna umgjörð í kringum hvern leik eða í hið minnsta gefa skátaforingan fróðleik til að kynna leikin með. Með því að nota þessi þemu er oft hægt að glæða leikina auknu lífi og gefa skátunum tækifærið á að setja sig í hlutverk áður en leikar hefjast.

Hvernig virkar nýr leikjavefur?

Vefurinn hefur hinar ýmsu síur til að auðvelda foringjum að finna leiki fyrir hvert tilefni fyrir sig. Leikir skiptast upp í hina ýmsu flokka s.s. flokkakeppnir, skátaklútaleiki, hópeflisleiki og söng- og hreyfileiki, þá er búið að flokka leiki eftir því hvaða aldursbilum þeir eru taldir henta best, hvaða umhverfi þeir henta best og svo er auðvitað hægt að leita eftir hópastærðum og tímaramma.

Á undirsíðu hvers leiks má svo finna sögu leiksins, hvað þarf fyrir leikinn, leiðbeiningar og hvernig má útfæra leikinn á annan máta til að umbreyta leiknum.

LALALA

Þau sem lögðu hönd á plóg

Vefsvæðið hefur verið unnið í hlutum yfir langt tímabil og því hannað af breiðum hóp bæði fyrrum og starfandi erindreka Skátamiðstöðvarinnar þeim Kolbrúnu, Halldóri, Sigurgeiri og Sædísi. Benedikt Þorgilson hjálpaði svo við tæknilega uppsetningu bakenda og útliti hverrar leikjasíðu fyrir sig en Halldór Valberg setti upp yfirlitssíðuna þar sem hægt er að leita eftir leikjum.

Langar þig að leggja hönd á plóg?

Til að fagna nýjum leikjavef sem getur safnað saman og hýst skemmtilega leiki fyrir skáta viljum við efna til keppni og bjóðum glæsilegt vasaljós í verðlaun!

Ef þú kannt skemmtilegan leik hvetjum við þig til að senda leikinn inn í gegnum formið hér að neðan, þú getur sent miklu fleiri en einn leik og fyrir hvern leik sem er valinn frá þér inn á vefinn kemstu 1 sinni í pottinn. Í hvert sinn sem þú kemst í pottinn eykur þú lýkur þess að þú hreppir vinninginn. Við merkjum svo hvern leik þeim sem sendi hann inn og titlum viðkomandi sem höfund leiksins á leikjavef skátanna um aldur og ævi. Í tilfellum þar sem margir aðilar senda sama eða samskonar leik getur bæði gerst að eingöngu sá fyrsti sem sendi inn leikinn sé titlaður höfundur eða ef útfærslurnar eru ólíkar gæti Skátamiðstöðin sameinað hugmyndirnar á einhvern hátt og eru þá öll titluð sem höfundar.

Gott er að nafn leiksins sé lýsandi fyrir leikinn eða tengist sögunni í kringum leikinn.
Skrifaðu nafn þitt í þennan reit til að vera höfundur leiksins í leikjabanka skátanna
Sá fjöldi sem þarf til að leikurinn gangi upp og sé skemmtilegur
Sá fjöldi sem raunhæft er að geti að hámarki tekið þátt þannig að leikurinn gangi upp, sé skemmtilegur og hægt sé að stýra/hafa umsjón með í leiknum án þess að það verði ringulreið
Sá tími sem þarf almennt að lágmarki til að fara í eina umferð af leiknum. Má setja 0 fyrir leiki sem eru á bilinu 0-5 mínútur.
Skynsamlegur tími sem má ætla að hægt sé að spila leikinn að hámarki áður en þátttakendur verða þreyttir á honum.
Hér er ætlast til að höfundur leggi mat á hvaða aldursbilum leikurinn hentar út frá viðfangsefni, erfiðleikastigi, getu þátttakenda á ólíkum aldri og hversu spennandi eða krefjandi hann er fyrir þátttakendur á ólíkum aldri. Gott dæmi er að öll aldursbil geta farið í stórfiskaleik en það er kannski samt ekki jafn spennandi leikur að fara í fyrir þau sem eldri eru. Eins geta leikir með þungri og jafnvel alvarlegri umgjörð eða miklum hasar þar sem fólk þarf að hafa skyn fyrir mörkum annarra verið hentugri fyrir eldri aldursbil en þau yngri.

Skilgreiningar á hinum ólíku flokkum

Eftirfarandi er betri skilgreining á hinum ólíku leikjaflokkum til að einfalda svar við næstu spurningu.

Boltaleikir: Leikir sem nota bolta með einum eða öðrum hætti.

Eltingaleikir: Leikir sem ganga með einum eða öðrum hætti út á að einhverjir elta og aðrir eru að forðast þau.

Flokkakeppnir: Leikir sem auðveldlega má leika í uppskiptum flokkum innan skátasveitarinnar þar sem flokkarnir etja kappi við hvorn annan um sigur.

Hasarleikir: Leikir sem krefjast eða skapa með einum eða öðrum hætti mikinn hasar t.d. leikir með miklum hávaða, mikilli hreyfingu alls hópsins og þar sem gott er að hafa í huga að áhætta sé á árekstrum í.

Hópeflisleikir: Leikir sem eru til þess fallnir að styrkja liðsheild hópa og/eða þjálfa samskipti og samvinnu í hóp.

Ísbrjótar: Leikir sem geta verið góðir til að brjóta ísinn meðal hópa sem þekkjast kannski ekki innbyrgðis. T.d. leikir þar sem fólk lærir nöfnin á hvort öðru eða kynnist betur, leikir sem skapa auðveldlega stuð á meðal leikmanna jafnvel ef fólk í hópnum er feimið.

Kappsleikir: Leikir þar sem þátttakendur etja kappi hvort við annað.

Kimsleikir: Leikir sem reyna á og þjálfa skyn skyn fólks fyrir og minni fyrir smáatriðum. Í Skátahreyfingunni nefnir Baden Powell slíka leiki Kimsleiki sem vísan í sögupersónu Kiplings. Nafnið er því notað af skátum um allan heim fyrir slíka leiki.

Klútaleikir: Leikir sem krefjast þess að þátttakendur nýti skátaklútinn með einhverjum hætti sem skátaforingjar notað reglulega til að hvetja skáta til að mæta með klútinn sinn á fundi.

Kynningarleikir: Leikir sem hafa þann tilgang að þátttakendur kynnist hvor öðrum betur með einhverjum

Lýðræðisleikir: Leikir sem hægt er að nota til að stýra umræðum og vali milli ólíkra valkosta með ungum skátum og stuðla að því að einstaklingar taki sjálfstæðar ákvarðanir fremur en að þau byggi val skoðun sína og val sitt á einhverjum öðrum eða láti stýrast af hópnum.

Næturleikir: Leikir sem ætlaðir eru sem næturleikir í útilegum.

Orðaleikir: Leikir sem fara að mestu framm munnlega eða skriflega og/eða byggja á orðum, skilning á þeim og örva málvöxt.

Spunaleikir: Leikir sem reyna á ímyndunarafl og/eða að þátttakendur beiti spuna í þátttöku sinni.

Stóla-/sætaleikir: Leikir sem byggja á því að þátttakendur eru í stólum eða öðrum tegundum sæta í gegnum leikinn.

Stórleikir: Leikir sem ganga upp í stærri hópum fyrir 50 og fleiri.

Söng- og hreyfileikir: Leikir þar sem skemmtunin er fólgin í söng eða ákveðnum hreyfingum sem þáttakendur gera saman eða herma eftir stjórnanda.

Traustleikir: Leikir sem reiða á að þátttakendur treysti á hvort annað til að ná settu markmiði.

Þrautaleikir: Leikir sem byggja á þrautum og lausn þeirra.

Merkið við allt sem við á, sjá skilgreiningar hér að ofan
Flesta leiki er hægt að fara í á öllum þremur stöðunum með góðum vilja. Hér biðjum við ykkur að merkja bara innileikir ef leikurinn krefst þess einhverra hluta vegna að hann fari fram innandyra.
Hér er óskað eftir upplýsingum um allan efnivið, dagskrárefnið og annað sem þarf til að láta leikinn ganga upp.
Leikir eru gerðir skemmtilegri með táknrænni umgjörð, einhverri sögu sem skýrir af hverju skátarnir eru að fara að fást við það sem framundan er og reyna að ná þeim markmiðum sem leikurinn krefst af þeim. Þetta getur líka gert það auðveldara fyrir mörg að lifa sig inn í leikinn því þau geta séð fyrir sér persónu, hlut, dýr eða annað sem þau eru að leika eftir. Ef þú þekkir enga sögu í kringum leikinn hvetjum við þig að nota ímyndunaraflið en annars getur þú skilið reitinn eftir auðan og leyft Skátamiðstöðinni að skálda í eyðuna.
Setjið fram leiðbeiningar í skýru máli, skýrið öll atriði sem þarf að skýra til að aðrir geti leikið leikinn eftir.
Það er alltaf hægt að breyta litlum smáatriðum í leikjum og skapa þannig nánast nýjan stórskemmtilegan leik. Iðulega má breyta reglum um hreyfingar, sjón, samskipti, endamarkmið, fjölga og fækka ólíkum hlutverkum,
Er eitthvað sem er gott fyrir leikjastjórnanda að huga að s.s. áskorun í samskiptum, áhætta á árekstrum, eitthvað sem er gott að viðkomandi viti en þátttakendur mega ekki vita, eitthvað annað?