Nýr framkvæmdastjóri væntanlegur til starfa

Ragnar Þór Þrastarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri BÍS og mun hefja störf í byrjun maí.

Raggi er skáti úr Vestmanneyjum og hefur víðtækan grunn í  fjalla og ferðamennsku, rekstri og í uppbyggingu fræðslumála. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn og hlökkum til að fá nýjan liðsmann í teymið í Skátamiðstöðinni.