Nýr dagskrárstjóri Úlfljótsvatns

Nýlega var Javier Paniagua Petisco ráðinn dagskrárstjóri hjá Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Pani, eins og hann er kallaður, kemur frá Spáni og er með mikla skátareynslu. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað hjá alþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg þar sem hann stýrði og skipulagði ævintýraferðir á svæðinu og var einnig aðstoðar-dagskrárstjóri síðustu tvö árin.

Það er okkur mikil ánægja að fá Pani til starfa hjá ÚSÚ og hann getur örugglega lagt mikið til staðarins af reynslu sinni frá Kandersteg. Útilífsmiðstöðin leggur áherslu á að skipa sér í flokk með öflugum alþjóðlegum skátamiðstöðvum og munum við nýta þekkingu Pani í þeirri vinnu. Við bjóðum Pani hjartanlega velkominn til starfa. Hann er með netfangið pani@skatar.is.