Nýr alþjóðafulltrúi WAGGGS

Þórey Lovísa og Sunna Líf Alþjóðafulltrúar BÍS

Við kynnum með stolti nýjan alþjóðafulltrúa BÍS. Sunna Líf Þórarinsdóttir verður fyrsti tengiliður BÍS við heimssamtök kvenskáta og Þórey verður fyrsti tengiliður BÍS við heimssamtök skáta. Stjórn BÍS hefur skipað þær í hlutverkin til Skátaþings 2022 og munu þær að sjálfsögðu einnig starfa með alþjóðaráði. Við viljum jafnframt þakka Eriku Eik fyrir að hafa staðið vaktina sem alþjóðafulltrúi síðasta hálfa árið og óskum henni góðs gengis í háskólanámi í Finnlandi.

Fyrsta verkefni Sunnu var að mæta á fund hjá Norðurlandasamstarfi skáta um síðustu helgi, í fjarfundi að sjálfsögðu.