Netnámskeið í barnavernd nú aðgengilegt á ensku

Frá lok árs 2019 hefur Æskulýðsvettvangurinn haldið úti netnámskeiði í barnavernd fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem samtökin þróuðu ásamt sérfræðingum í málaflokknum. Á þeim tveimur árum sem námskeiðið hefur verið aðgengilegt hefur fjöldi fólks, eða nokkur hundruð einstaklingar á ári, tekið námskeiðið.

Það er okkur sönn ánægja að greina frá því að námskeiðið er nú einnig aðgengilegt á ensku. Að því tilefni er rétt að minna á að siðareglur Æskulýðsvettvangsins eru einnig aðgengilegar á ensku.

Það er mikilvægt fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og mögulegum afleiðingunum af því. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að slíkt komi upp í íþrótta- og æskulýðsstarfi og gera börnum og ungmennum auðveldara með að fá úrlausn slíkra mála þegar þau koma upp.

Námskeiðið er ókeypis og við hvetjum sem flest til þess að nýta sér námskeiðið og þá þekkingu sem þar er að finna í sínu starfi og stuðla með því að vönduðu, uppbyggilegu og öruggu starfi með börnum og ungmennum!

Netnámskeið má nálgast á ensku hér

Netnámskeið má nálgast á íslensku hér

Siðareglur má nálgast á ensku hér

Siðareglur má nálgast á íslensku hér