Jón Þór Gunnarsson

Framboð: Starfsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Byrjaði sem ylfingur (drekaskáti í Hraunbúum) ’94. Sinnti á sínum tíma ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Hraunbúa og síðar landshreyfinguna, Bandalag Íslenskra Skáta. Sit í stjórn Grænna Skáta sem styður fjárhagslega undir skátastarf á landsvísu, en er einnig eitt stærsta einstaka umhverfisverkefni skátahreyfingarinnar.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það skemmtilegasta við skátastarf er lærdómurinn að hafa unnið með svo fjölbreyttum hópi fólks, hvaðanæfa úr heiminum, með mismunandi bakgrunn – en eiga það sameiginlegt að leggja sitt af mörkum til búa til betri heim. Skátahreyfingin er friðhreyfing.

Hví gefur þú kost á þér sem skoðunarmaður reikninga?

Ég gef kost á mér í hlutverk skoðunarmanns reikninga þar sem ég tel mig til þess bæran að geta leyst verkefnið vel úr hendi og jafnframt nægilega afmarkað í umfangi og tíma að ég nái að sinna því.