Dagbjört Brynjarsdóttir
Framboð: Skátaskólinn
Ferill þinn í skátastarfi?
Foreldrar mínir eru bæði skátar og því var það mér eðlislegt að verða skáti um leið aldur leyfði. Ég vígðist sem skáti 7 ára gömul í Svíþjóð og hef alla tíð síðan haft skátann í hjartanu. Þegar ég flyt heim frá Svíþjóð 1989 var það að sjálfsögðu það fyrsta sem ég gerði að finna mér skátafélag. Árin 2011-2018 starfaði ég í Skátamiðstöðinni og hef setið í Skólastjórn Skátaskólans/Gilwellskólans síðan. Ég er drekaskátaforingi í Mosverjum en einnig félagsforingi Mosverja.
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Drekaskátaforingjastörfin eru mesta áskorunin en einnig skemmtilegasta áskorunin í skátastarfi. Að hjálpa öðrum að læra að vera skátaforingi og leiðtogi er einnig uppáhalds.
Hví gefur þú kost á þér í Skátaskólan?
Ég tel að reynsla mín í fræðslumálum sem og foringjastörfum nýtist til að efla skátaskólann.