Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir
Framboð : Uppstillinganefnd
Ferill þinn í skátastarfi?
Hóf skátaferil minn í Svíþjóð 6 ára gömul. Þegar ég flutti svo aftur til Íslands 1989 taldi ég ekkert sjálfsagðara en að halda skátastarfi áfram hérlendis. Starfaði í nokkrum skátafélögum þar til ég eignaðist fjölskyldu og festi rætur í Mosfellsbæ. Þá lá beinast við að hefja skátastarf í Mosverjum sem ég hef starfað með sem drekaskátaforingi síðan 2003. Áríð 2016 tók ég einnig við sem félagsforingi Mosverja en lét af því starfi í febrúar sl.
Ég hef starfað í Dagskrárráði (nú starfsráð) BÍS og Fræðsluráði (nú skátaskólinn) en er að ljúka störfum í skátaskólanum á þessu þingi. Ég sit í stjórn Gilwellskólans og held því starfi áfram ásamt starfinu mínu í Mosverjum.
Ég hef starfað í fararstjórnum BÍS á Jamboree 2011 og 2019 ásamt því að fara sem sveitarforingi 1995.
Ég býð mig hermeð fram í Uppstillingarnefnd 2024-2026.
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Að sjá drekaskáta sigrast á sjálfum sér, þroskast, vaxa úr grasi og taka svo jafnvel sæti í félagsráði samhliða mér og verða minn jafningi í skátastarfi. Að upplifa svo ævintýrin og áskoranirnar með þeim mér við hlið.
Hví gefur þú kost á þér í Uppstillingarnefnd?
Ég gef kost á mér í uppstillingarnefnd því ég tel mig góðan mannþekkjara auk þess sem ég þekki orðið svo marga skáta sem gætu látið gott af sér leiða í ráðum og nefndum BÍS.