Andri Rafn Ævarsson
Framboð : Alþjóðaráð
Ferill þinn í skátastarfi?
Ég hef verið í skátunum síðan 2015 og hef alla mína skátaæfi starfað með Skátafélagi Ægisbúa sem er í Vesturbæ Reykjavíkur. Síðustu þrjú starfsár hef ég verið dreka og svo fálkaskátaforingi og finnst það vera rosalega skemmtilegt.
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Það skemmtilegasta sem ég hef gert í Skátunum er að fara á Heimsmót Skáta 2023 sem var haldið í Kóreu, þar kynntist ég fullt af erlendum skátum og lærði margt um alþjóða skátun.
Hví gefur þú kost á þér í Alþjóðaráð?
Áhugi minn á alþjóðastarfi kviknaði upp þegar ég var í dróttskátum, ég hef kynnst fullt af erlendum skátum í gegnum árin og þekki marga þeirra mjög vel. Ég fylgist mjög vel hvað er að gerast í skátunum alls staðar í heiminum og veit margt núorðið um alþjóðastarf. Mér finnst gaman að vinna í verkefnum og sérstaklega ef þau eru með tilgang.