KISC – Sviss

Alþjóðlega skátamiðstöðin í Kandersteg, í Sviss, var stofnuð af Baden Powell með það að markmiði að allt árið um kring væri í boði að taka þátt í skátastarfi. Skátamiðstöðin hefur vaxið og dafnað í gegnum árin og er í dag frábært tækifæri fyrir skáta að prófa að vinna í skátamiðstöð sem sjálfboðaliði.

Í KISC er hægt að sækja um að vera “Pinkie” en það eru þriggja mánaða sjálfboðaliðastarf sem eru í boði fyrir allar árstíðir. Þau verkefni sem Pinkies taka að sér eru fjölbreytt, skemmtileg og lærdómsík. Þar má nefna útivistatengda dagskrá, kvöldvökur, þrif og matreiðsla og vinna á tjaldsvæði svo eitthvað sé nefnt. En hér má finna nánari upplýsingar um KISC.