Taktu þátt í #GivingTuesday með skátum frá öllum heimshornum!

Væri það ekki frábært ef heimurinn kæmi saman í bara einn dag til að hjálpa öðrum og gefa til baka? #GivingTuesday snýst einmitt nákvæmlega um það! Dagur þar sem allir koma saman og gefa til baka í því formi sem þau vilja, eins og með því að gefa tíma sinn, rödd sína, hæfileikann sinn eða framlag sitt.  

Þetta er ástæðan fyrir því að WOSM (World Organisation of the Scout Movement) ætlar að taka höndum saman 1. desember nk. og hjálpa skátum út um allan heim að safna peningum fyrir málefni sem skipta þau máli með því að nota Scout Donation Platform. Frá því að berjast við Covid-19 til að leggja sitt af mörkunum við að ná heimsmarkmiðunum, hvort sem verkefnið er stórt eða smátt, þá getur það breytt heiminum. 

Hér eru 5 hugmyndir fyrir þig til að vinna að í tilefni #GivingTuesday:

1.Finndu samtök til að vinna með

Finndu málstað í þínu nágrenni sem þarfnast þinnar hjálpar. Það getur verið dýraathvarf, elliheimili, samtök sem hjálpa til við að plokka rusl í náttúrunni og ýmis fleiri málefni. Hringdu í samtökin til að fá betri skilning á þeirra þörfum og settu þér markmið fyrir hverju þú þarft að afla fjár.

2.Veldur þér eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru frábær leið til að finna málefni sem skipta þig máli. Ef þú veist ekki hvar þú átt að byrja þá getur þú skoðað heimsmarkmiðin og valið þér eitt eða tvö markmið, borið kennsl á það sem þú getur framkvæmt í þínu samfélagi og skapað verkefnið þitt út frá því.

3.Nýttu þér þetta í vegferð þinni að merkjum og/eða viðurkenningum

Ertu að vinna að Forsetamerkinu, Messengers of Peace, Platic Tide Turners eða að öðrum merkjum? Hámarkaðu áhrif verkefnisins og safnaðu í sjóð til að láta verkefnið þitt verða að veruleika! 

4.Komdu af stað herferð

Finndu núverandi verkefni á Scout Donation Platform og vertu talsmaður þess, sem þýðir að í 24 klukkutíma þá talar þú fyrir málefninu og vekur athygli á því til að hjálpa til við að safna í sjóð verkefnisins! 

5.Finndu málefni fyrir sveitina þína / flokkinn þinn / skátafélagið þitt

Hver sagði að þú þyrftir að gera þetta ein/n/tt? Skipuleggðu heilabylju þar sem þú og skátahópurinn þinn leggið höfuðið í bleyti og finnið eitthvað sem þið hafið ástríðu fyrir (fáið skátaforingjann ykkar til að aðstoða þegar á þarf). Það geta verið hugmyndirnar sem voru nefndar hér að ofan eða þið getið fundið upp á nýju verkefni! 

Þegar þið eruð tilbúin með ykkar verkefni þá farið þið inn á Scout Donation Platform til að byrja! Þið getið skoðað heimasíðu #GivingTuesday fyrir innblástur og til að skoða önnur verkefni.