Fræðasetur skáta fékk styrk úr Styrktarsjóði skáta

Styrktarsjóður skáta styrkti Fræðasetur skáta um 100.000 krónur til efniskaupa en í sumar flutti Fræðasetrið sýningu sína og starfsaðstöðu í KSÚ á Úlfljótsvatni.  Flutningarnir og uppsetning sýningarinnar gekk vel.  Að sögn Atla Bachmann nýttist styrkurinn vel og var nýttur m.a. til kaupa á hillum sem notaðar eru í geymslum Skátasafnsins og plexigleri fyrir sýningarborð.

Fræðasetur skáta

Skátasafnið er ekki með reglulegan opnunartíma á veturna en tilkynnt er á Facebook síðu safnsins hvenær opið er hverju sinni. Skátar geta þó alltaf óskað eftir opnun fyrir hópa til að skoða setrið og jafnvel halda endurfundi gamla skátaflokksins.

Hægt er að sækja um styrki á síðu styrktarsjóðsins.