Fjölskylduskátasveit Skjöldunga tók á móti tilnefningu

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 25. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu á afmælisdegi samtakanna, 17. september 2020. Þar tók Helga Þórey, félagsforingi Skjöldunga við tilnefningu um Foreldraverðlaunin fyrir verkefnið Fjölskylduskátasveit Skjöldunga.

Ljósmyndari: Jón Svavarsson
Ljósmyndari: Jón Svavarsson

 

Við á Skátamiðstöðinni óskum þeim innilega til hamingju með þessa flottu tilnefningu!