Fjölskyldubúðir
Hulinsheimur
Alltaf er yndislegt að vakna í tjaldi eftir nærandi nætursvefn í faðmi þinnar nánustu, heyra í fjarska klingjandi raddir ungra skáta og í næstu tjöldum niðinn
í prímusum. Svo þegar rennilásnum er rennt upp og búið að þurrka stírurnar úr augunum blasir við notaleg tjaldbúð fjölskyldna, smábörn að leik og fólk sest með kaffibollann fyrir framan tjaldið sitt. Handan við hólinn eru síðan skátarnir í skátatjaldbúðum að hefja morgundagskrá.
Fjölskyldubúðir eru heill heimur út af fyrir sig en samt eru þau sem dvelja í fjölskyldubúðum þátttakendur á skátamóti. Í fjölskyldubúðum dvelja um lengri eða
skemmri tíma eldri skátar, foreldrar skáta eða áhugafólk um útivist og tjaldbúðarlíf.
Fjölskyldubúðir er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur skáta, gamla skáta og nýja skáta til að vera hluti af ævintýrunum sem gerast á landsmótum, hitta gamla skátavini og eignast nýja skátavini, upplifa skemmtilegar fjölskyldustundir með yngstu börnunum sem eru ekki ennþá komin á þátttakendaaldurinn og njóta þess að sjá úr fjarska skátann sinn blómstra í hópi jafningja, takast á við það að finna sokkana sína á eigin spýtur og borða hafragrautinn með bros á vör.
Við mælum með að þið komið og njótið þess að vera með okkur allt landsmótið í fjölskyldubúðum, en ef aðstæður leyfa það ekki þá er hægt að koma í heimsókn í nokkra daga. Í fjölskyldubúðum er dagskrá fyrir alla aldurshópa en sérstaklega er hugsað til þess að yngstu skátarnir okkar (eða verðandi skátar) fái notið sín í faðmi íslenskrar náttúru að skáta sið.
Styrkjum fjölskyldu- og vinaböndin. Hlökkum til að sjá ykkur í fjölskyldubúðum!
Verðskrá
Þátttökugjald í fjölskyldubúðir er 4.300 kr per einstakling.
Innifalið er mótseinkenni og dagskrá fjölskyldubúða. Athugið að svo bætist við kostnaður við tjaldsvæði. Sjá gjaldskrá hér að neðan.
Gjaldskrá tjaldsvæðis er eftirfarandi:
Athugið að rafmagn kostar aukalega 1.100 kr nóttin.
50% afsláttur af gjaldskrá tjaldsvæðis ef þú ert skáti.
Ein nótt
Ein vika
Kaffihús fjölskyldubúða - Veigaborgir
Í Veigaborgum verður hægt að versla ýmsar veitingar. T.d. grillaðar samlokur, kaffi, kakó, heitt vatn og fleira.
Mótssvæði
Facebook hópur
Skátahópurinn Viljurnar sjá um fjölskyldubúðir á Landsmóti. Þær hafa stofnað facebook hóp þar sem allar helstu upplýsingar koma inn og þar er einnig hægt að spyrja spurninga.