Fjáröflunin sem fór of vel!

Tveimur mánuðum fyrir Hrekkjavöku voru Dróttskátarnir í Svönum að skipuleggja útilegu þegar upp kom sú hugmynd að halda draugaútilegu á Hrekkjavöku nótt. Þar sem að Hrekkjavakan yrði á þriðjudegi og því skóli daginn eftir, myndi ekki ganga upp að halda innilegu í skátaheimilinu það kvöld. Það varð hins vegar uppsprettan að þeirri hugmynd að hafa draugahús í skátaheimilinu á Hrekkjavöku til að fjármagna ferð til Englands sem sveitin fór sumarið 2019.

Tveimur vikum fyrir Hrekkjavöku var byrjað að undirbúa viðburðinn. Hópurinn lagði heilann í bleyti, hugmyndum var kastað á milli þar til að á endanum var ákveðið að breyta skátaheimilinu í drungalegan draugakofa þar sem þátttakendur yrðu leiddir í gegnum hryllingssögu af leiðsögumanni.

Tveimur vikum fyrir Hrekkjavökuna var undirbúningur hafinn. Á skátafundi var sagan samin, húsið undirbúið og hlutverkum skipt á milli skátanna. Helgina fyrir Hrekkjavöku var aldeilis farið að hitna í kolunum. Skátarnir settu saman öll skilti og myndir sem þurfti að hengja upp. Bruggað var gerviblóð sem var nógu þykkt til að festast við vegginn, búinn var til haugur af brjóstsykri til að selja í miðasölunni og loks var draugahúsið prufukeyrt. Allt sem hægt var að undirbúa fyrir fram var undirbúið. Skátarnir voru búnir að auglýsa viðburðinn í skólabekkjunum sínum, hengja upp auglýsingar í íþróttahúsinu og félagsmiðstöðinni, og þeir skátar sem báru út póstinn á morgnanna laumuðu með auglýsingar blaðpésa. Þetta átti ekki að fara fram hjá neinum

Daginn fyrir var allt gert reiðubúið fyrir gesti draugahússins. Slettur af gerviblóði tóku stað viðurkenninga og leðurs, ljósin voru hulin með rauðum filmum, og húsið umbreyttist úr ævintýraleguskátakoti í drungalegan draugakofa.

Þórukot Þórukot, skátaheimili Svana, á venjulegum degi

Hrekkjavakan var gengin í garð. Skátarnir mættu beint upp í skátaheimilið eftir skóla og héldu eina general prufu. Hver skáti í draugahúsinu var búinn að æfa sinn hluta í þessum marghliða leikþætti. Leiðsögumaður leiddi þátttakendahóp í gegnum húsið og sagði sögu draugahússins. Fjölskyldan sem átti heima í húsinu var myrt. Morðinginn er ennþá í húsinu en enginn þorir að fara inn í húsið til að fanga hann. Markmið þátttakenda er að fara inn í húsið, leita að vísbendingum, og finna morðingjann. Áætlað var að viðburðurinn myndi byrja klukkan 18, yngri krökkum yrði boðið að taka þátt til klukkan 20 en þá yrði dagskráin keyrð af meiri ákafa til klukkan 22 fyrir eldri krakkana.

„Við bjuggumst við tíu til þrjátíu manns“ sagði Valdís Huld sveitarforingi. „Í kringum tíu mínútur í opnum mættu tveir strákar og við hugsuðum „Nice. Við getum keyrt þetta allt í gegn, þrifið og farið snemma heim.“ Síðan mættu tíu, og svo tvö hundruð. Tíu mínútur inn í dagskránna var bílastæðið fullt. Það var komin röð út úr dyrum. Það flæddi inn. Við þurftum að senda mannskap út í umferðarstjórnun bæði á bílunum sem voru að koma og röðinni sem náði hringinn í kringum húsið. „Við ætluðum upprunalega að senda fólk inn í fjögurra manna hollum“ sagði Þóra Lóa sveitarforingi. „Við þurftum að senda inn tíu manns í einu ef við ætluðum að hafa einhvern möguleika á að hleypa öllum inn. Þetta var ekki nærum því eins chillað og við bjuggumst við.“

Áður en fyrri hlutinn af dagskránni var allt nammið uppselt. Það þurfti að banna fólki að fara aðra ferð svo allir kæmust að. Rétt undir hundrað krakkar voru búnir að koma sér fyrir í litlu sólstofunni sem notuð var sem miðasala og sjoppa. Fjárhagsmarkmiðinu var löngu náð og enn þá átti eftir að keyra seinni hlutann af dagskránni.

Að kvöldi loknu var talið að rétt yfir 400 manns hafi mætt og tekið þátt í dagskránni. Skátarnir og foringjar þeirra voru að vitaskuld ánægð með góða þátttöku en voru þó sammála um að þessi fjáröflun hefði jafnvel farið of vel.

Draugahús Svanir Draugahúsið í Þórukoti þetta árið verður haldið 1. nóvember 2019

Skátafélagið Svanir á Álftanesi rekur eins og fleiri félög gífurlega öflugt og fjölbreytt starf fyrir stóran hóp ungmenna. Á næsta ári heldur félagið á Landsmót skáta á Akureyrir ásamt því sem 18 dróttskátar úr félaginu halda erlendis á Evrópumót skáta í Gdansk í Póllandi.

Því endurtaka þessir flottu skátar leikinn en draugahús Svana verður opið gestum þann 1. nóvember. 6. bekkur og yngri geta tekið þátt milli 18:30 og 20:30 þar sem aðgangseyrir verður 500 krónur, en þar eftir færist meiri hrollvekja í draugahúsið og 7. bekkur og eldri getur tekið þátt fyrir 1000 króna aðgöngugjald!

Skátar úr Svönum munu standa fyrir ýmiskonar skemmtilegheitum fyrir þau sem bíða eftir því að komast inn í draugahúsið og líkt og í fyrra verður sjoppa á staðnum þar sem hægt verður að kaupa ýmiskonar góðgæti! Skátafélagið Svanir býður öll sem vilja halda upp á Hrekkjavökuna á skemmtilegan máta ásamt því að styrkja öflugt æskulýðsstarf velkomin!