Félagaþrennan

Hvað er félagaþrennan?

Félagaþrennan er nýtt skipulag í stjórnun félaga þar sem þrír aðilar deila með sér ábyrgð á verkefnum sem áður voru að mestu leiti á höndum félagsforingja. Hlutverkin þrjú eru félagsforingi, sjálfboðaliðaforingi og dagskrárforingi. Þessir þrír þrennuforingjar sérhæfa sig á sínu sviði innan félagsins, stýra starfi félagsins ásamt stjórn, styðja við starfið, foringjana og stuðla að gæðum auk þess að vera í tengslum við aðra þrennuforingja, skrifstofu og stjórn BÍS.


Félagsforingi

Félagsforingi ber ábyrgð á öllu starfi félagsins og fjármálum þess. Sér til þess að starf félagsins endurspegli gildi skátahreyfingarinnar, stjórnar fundum stjórnar og ber ábyrgð á framkvæmd aðalfundar. Félagsforingi leiðir samstarf við önnur skátafélög í samvinnu við stjórn og foringja.

Lesa Meira

Dagskrárforingi

Dagskrárforingi sér til þess að öll dagskrá félagsins sé unnin eftir skátaaðferðinni og að dagskrá samræmist milli aldursbila með viðeigandi stíganda. Aðstoðar sveitarforingja við að skipuleggja sína dagskrá og fylgist með þróun og nýjungum í dagskrármálum innan og utan félags.

Lesa meira

Sjálfboðaliðaforingi

Sjálfboðaliðaforingi sér til þess að félagið geri starfssamninga við alla sjálfboðaliða sína. Tryggir að störf innan félags séu vel skilgreind og þekkt innan félagsins. Gætir þess að hver og einn sjálfboðaliði hafi eða fái þá þekkingu og reynslu sem þarf í sitt starf og að sjálfboðaliðum fá viðeigandi þakkir fyrir vinnuframlög.

Lesa meira