Vertu úti!

Um færnimerkið
Að vera úti í náttúrunni, hvort sem er á skátamóti eða á göngu, getur verið ögrandi áskorun þegar kemur að skipulagningu, samvinnu og persónulegri ábyrgð. Einnig getur það verið ákaflega mismunandi eftir því á hvaða tíma ársins útiveran er, t.d. með tilliti til veðurs og hitastigs. “Vertu úti!” miðar að því að þú upplifir hvernig það er að takast á við náttúruna á eigin spýtur.
Kröfur
Til að fá færnimerkið „Vertu úti!“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Sofa eina nótt „úti“, aleitt í náttúrunni.
• Ígrundaðu hvernig þér leið á meðan dvölinni stóð, fyrir og eftir og hvort og hvernig það er frábrugðið því að vera í hópi.
• Skipuleggðu hvar og hvernig þú ætlar að gista og hvernig þú kemur þér á staðinn.
• Skipuleggðu hvaða mat þú tekur með þér og hvernig hann verður undirbúinn.
• Skipuleggðu hvernig þú sækir þér hjálp ef eitthvað kemur uppá og hafðu mér þér neyðarbúnað.
• Kynntu þér staðarreglur varðandi t.d. opinn eld og kynntu þér vel veðurspá og hvaðeina annað sem gæti riðlað dagskránni með stuttum fyrirvara.