Trönubyggingar

Um færnimerkið

Á skátamótum má oft sjá ótrúlega flóknar og tilkomumiklar trönubyggingar í hinum ótrúlegustu formum og bindingum. Hvernig er þetta eiginlega búið til? Það eru til margar leiðir til að ögra sjálfum sér eða flokknum sínum þegar kemur að trönubyggingum, byggja hæsta turninn, búa til sturtu fyrir tjaldbúðina, hringekju fyrir yngstu skátana eða bara láta hugmyndaflugið leika lausum hala! Kannaðu á eigin spýtur, eða með flokknum þínum, hinar ýmsu gerðir trönubygginga og bindinga og hvernig hægt er að nota þær sér til gagns og gamans. Reyndu að hanna þína eigin eða fáðu hugmyndir frá öðrum.

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Trönubyggingar” þarftu að: