Tónlist

Um færnimerkið
Að spila, hlusta á eða búa til tónlist saman er frábært hópefli og eitthvað sem öll ættu að prófa.
Kröfur
Til að fá færnimerkið „Tónlist“ þarftu að þekkja til og geta sýnt
flokknum þínum og foringja eftirfarandi: syngja mismunandi raddir, keðjusöng, spila á hljóðfæri eða eitthvað annað sem þið eruð áhugasöm um að reyna.
• Ræða mismunandi tónlistarsmekk þeirra sem eru í sveitinni og hlusta á það sem henni finnst skemmtilegast.
• Hlusta á tónlist sem kallar fram mismunandi tilfinningar, sorglega, glaðværa o.s.frv.
• Semja nýjan texta við lag og syngja og spila það saman í sveitinni. Eða semja bara lagið líka!