Tilheyra

Um færnimerkið

Við viljum að öll börn og ungmenni fái að tilheyra og taka þátt í skátastarfi. Ekki eingöngu að vera með heldur vera virkir þátttakendur og hafa áhrif á sína eigin dagskrá. Ekkert barn ætti að vera skilið útundan bara vegna þess hvert það er eða hvaðan það kemur. Við þurfum því öll að leggjast á eitt til að skapa andrúmsloft þar sem öllum líður vel! Við erum öll ólík og höfum ólíkar þarfir og venjur. Og það sem virkar fyrir eitt, virkar ekki endilega fyrir annað. Sumir þurfa að hafa allar upplýsingar á hreinu áður en haldið er af stað, sumir þurfa að taka sér regluleg hlé frá leiknum og sumir gleyma sér endrum og eins. Það er því mikilvægt að taka tillit til þarfa hvers og eins og að saman séum við tilbúinn að gera breytingar eftir því sem við á hverju sinni.

Kröfur

Til að fá færnimerkið „Tilheyra“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Eiga samtal í flokknum þínum eða sveitinni um hverjar þarfir hvers og eins eru, hvernig þið hugsið og framkvæmið og hvernig hægt sé að tryggja að öll geti látið ljós sitt skína, nýtt hæfileika sína og tekið virkan þátt. • Æfðu þig í að stíga til hliðar og leyfa öðrum að komast að og klára að segja það sem þeim liggur á hjarta, t.d. í samræðum eða við undirbúning viðburða. • Finna leiðir til að leyfa öðrum að kynnast þér og þínum þörfum betur svo að þín upplifun af skátastarfi verði sem best. • Veltu fyrir þér hvort það séu einhverjar óskrifaðar reglur eða venjur í skátastarfi sem gera öðrum erfiðara um vik að taka þátt. • Láttu til þín taka! T.d. með því að útbúa kynningu til að bjóða fleirum að taka þátt í skátastarfi, e.t.v. með veggspjaldi eða vefsíðu á einföldu máli, þar sem fjölbreytileika og þátttöku allra er gert hátt undir höfði. Finndu hvernig þú getur náð og höfðað til sem flestra þannig að þeim finnist þau velkomin, óháð trúarbrögðum, fötlun, kyni, kynhneigð, kynvitund eða þjóðerni. Einnig getur þú tekið þátt í herferð þar sem þú lætur til þín taka í málefni sem stendur þér nærri og sýnir að þér er annt um jafnan rétt allra.