Tilheyra
Um færnimerkið
Við viljum að öll börn og ungmenni fái að tilheyra og taka þátt í skátastarfi. Ekki eingöngu að vera með heldur vera virkir þátttakendur og hafa áhrif á sína eigin dagskrá. Ekkert barn ætti að vera skilið útundan bara vegna þess hvert það er eða hvaðan það kemur. Við þurfum því öll að leggjast á eitt til að skapa andrúmsloft þar sem öllum líður vel!
Við erum öll ólík og höfum ólíkar þarfir og venjur. Og það sem virkar fyrir eitt, virkar ekki endilega fyrir annað. Sumir þurfa að hafa allar upplýsingar á hreinu áður en haldið er af stað, sumir þurfa að taka sér regluleg hlé frá leiknum og sumir gleyma sér endrum og eins. Það er því mikilvægt að taka tillit til þarfa hvers og eins og að saman séum við tilbúinn að gera breytingar eftir því sem við á hverju sinni.
Kröfur
Til að öðlast færnimerkið „Tilheyra“ þarftu að: