Svellkaldur

Um færnimerkið

Að fara út á frosið vatn gefur þér tækifæri til að njóta þekkts umhverfis frá algjörlega nýju sjónarhorni. Ísinn býður upp á ýmsa skemmtilega notkunarmöguleika svo sem skauta, veiði í gegnum vök eða einfaldlega að njóta víðáttunnar. Þó að ísinn sé skemmtilegt leiksvæði er einnig mikilvægt að þekkja mögulegar hættur og hvernig best er að hegða sér til að koma í veg fyrir þær. Að þekkja eiginleika íssins, hvaða útbúnað þarf að hafa og hvernig á að meta áhættu er skylduþekking allra þeirra sem hætta sér út á hálan ís.

Kröfur

Til að fá færnimerkið „Svellkaldur“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Að þekkja og kunna á þann búnað sem nauðsynlegt er að hafa áður en lagt er út á ísinn. • Þekkja hvar mest hætta er á þunnum ís og hvernig er hægt að átta sig á þykkt íssins. • Læra hvernig á að hjálpa einhverjum sem dottið hefur niður um vök. • Reyna að toga þig áfram á ís með hjálp ísbrodda. • Prófa að gera hreyfingar á ís, svo sem að skauta, veiða í gegnum vök eða skíða. • Ef mögulegt er, prófa að synda í ísvök og koma þér aftur upp á ísinn.