Snjór

Um færnimerkið
Snjór er allt í senn fallegur, krefjandi og skemmtilegt byggingarefni. Þegar snjórinn hefur lagst yfir landið breytir það um svip og tekur á sig nýjan og framandi blæ. Leikur í snjónum er ótrúlega skemmtilegur á meðan þú heldur á þér hita, ert þurr og þú og flokkurinn þinn eruð sammála um hvar mörk leiksins liggja. En hann krefst líka ákveðinnar þekkingar, um hvernig best sé að klæða sig, hvernig snjóbyggingar breytast með veðrinu, um hættur á til dæmis á snjóhruni og snjóflóðum og tryggja að öll séu að skemmta sér vel.
Kröfur
Til að fá færnimerkið „Snjór“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Byggja þitt eigið snjóhús.
• Þekkja mismunandi hættur af útiveru í snjó, svo sem vegna snjóhruns, snjóflóða og kalsára.
• Vita hvernig á að klæða af sér kuldann.
• Vita hvernig á að þurrka blaut föt, bæði innandyra og utan.
• Fara í leik í snjónum þar sem öll í flokknum eða sveitinni eru sammála um reglur, hlutverk og tilgang.