Skapa
Um færnimerkið
Að búa til eitthvað frumlegt með eigin höndum er bæði skemmtileg áskorun og ekki síður frábær leið til að aftengja sig frá stað og stund og vera einn með sjálfum sér í sköpuninni.
Kröfur
Til að fá færnimerkið “Skapa” þarftu að búa til þrjá ólíka hluti, úr þrenns konar efnivið á þrjá ólíka vegu. Það getur t.d. verið sveitareinkenni, fuglahús, armband, matarpoki, hnífahulstur, úrklippubók o.s.frv. Þú þarft sjálf/ur að ákveða hvernig hlutirnir eiga að líta út og hvernig á að búa þá til.