Sjónlist
Um færnimerkið
Að taka upp kvikmynd er skemmtilegt og fjölbreytt verkefni. Hér færðu m.a. tækifæri til að reyna fyrir þér sem leikari, læra allt um tæknina á bak við kvikmyndagerð, vera skapandi og listræn/n og láta reyna á leikstjórahæfileika þín. Ef afraksturinn er góður er örugglega hægt að senda hana inn í stuttmyndasamkeppni. Kannski er þetta upphafið að farsælum ferli í kvikmyndabransanum!
Kröfur
Til að fá færnimerkið “Kvikmyndir” þarftu að taka þátt í að búa til kvikmynd. Það felur í sér að skrifa handrit, finna tökustaði og leikmuni, æfa, leika, taka upp og svo klippa til myndina. Þú tekur þátt í öllum þessum þáttum eða einbeitir þér að einhverjum einum, skrifar handritið, leikstýrir eða ert tökumaður. Myndin þarf að vera um fimm mínútna löng og vera tekin upp á mismunandi stöðum. Að sjálfsögðu þurfið þið svo að sýna öðrum afraksturinn.
Að lokum þarf allur hópurinn að endurmeta hvernig til tókst.