Sjálfbærni

Um færnimerkið
Sjálfbærni þýðir að öll geti lifað í heiminum í nútíð og til framtíðar. Sjálfbærni er ekki verkefni sem lýkur heldur þurfum við að vera sívakandi og taka skýra afstöðu til þess að við viljum hafa áhrif.
Öll ríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt 17 heimsmarkmið til sjálfbærni. Fyrir árið 2030 á að útrýma fátækt, minnka óréttlæti, stuðla að auknum friði og leysa loftslagsvána. Ef öll leggja sitt lóð á vogarskálarnar eru okkur allir vegir færir. Það er mikilvægt að öll séu meðvituð um hvað sjálfbærni er og hvernig þú og þitt nánasta getið lagt ykkar af mörkum.
Kröfur
Til að fá færnimerkið „Sjálfbærni“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Vita hver heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni eru.
• Skilja hvað sjálfbærni þýðir fyrir þig.
• Skipuleggja átak sem stuðlar að aukinni sjálfbærni og hrinda því í framkvæmd. T.d. með því að minnka sorp í heilan mánuð, endurnýta gamla hluti, vera virk í að dreifa jákvæðni á samfélagsmiðlum eða breyta því hvernig þú ferðast á milli staða.
• Deila því sem þú gerðir með öðrum, t.d. á samfélagsmiðlum eða í dagblöðum.
• Ígrunda hvernig til tókst og hvernig þú getur haldið áfram að láta gott af þér leiða í átt að sjálfbærni heimsins.