Sjálfbærni

Um færnimerkið

Sjálfbærni þýðir að öll geti lifað í heiminum í nútíð og til framtíðar. Sjálfbærni er ekki verkefni sem lýkur heldur þurfum við að vera sívakandi og taka skýra afstöðu til þess að við viljum hafa áhrif. Öll ríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt 17 heimsmarkmið til sjálfbærni. Fyrir árið 2030 á að útrýma fátækt, minnka óréttlæti, stuðla að auknum friði og leysa loftslagsvána. Ef öll leggja sitt lóð á vogarskálarnar eru okkur allir vegir færir. Það er mikilvægt að öll séu meðvituð um hvað sjálfbærni er og hvernig þú og þitt nánasta getið lagt ykkar af mörkum.

Kröfur

Til að öðlast færnimerkið „Sjálfbærni“ þarftu að: