Rata

Um færnimerkið
Áður en haldið er á vit ævintýranna í óbyggðum er mikilvægt að geta fundið félaga sína og vera fær um að rata. “Rata” er framhald af færnimerkinu “Ramba” og fræðir þig um þau tæki og tól sem hjálpa þér til við rötun og ratvísi.
Kröfur
Reynir á
● Gagnrýna hugsun
● Lausnaleit
● Náttúrulæsi
● Samvinnu
Kröfur
Til að fá færnimerkið „Rata“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi:
● Skilja samspil landakorta og náttúrunnar og þekkja helstu tegundir landakorta.
● Geta notað mismunandi tegundir af landakortum, í mismunandi skölum, til að rata og finna eigin staðsetningu, bæði í byggð og náttúru.
● Kunna að nota áttavita og nota hann til að finna höfuðáttir og taka stefnu á leiðarenda.
● Kunna aðrar leiðir til að finna höfuðáttir, t.d. með úri, pólstjörnunni eða ummerkjum í náttúrunni.
● Vita hvar þú getur fundið landakort og gervitunglamyndir á netinu.
● Hafa prófað og þekkja grunnvirkni GPS tækja, hafirðu aðgang að því.