Ramba

Færnimerki Ramba

Um færnimerkið

Sem skáti þarftu að vera ábyrgur og geta tekist á við ólíkar áskoranir. Því er mikilvægt að þér líði vel við nýjar og framandi aðstæður og vitir hvert á að halda og hvað á að gera hverju sinni.

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Ramba” þarftu að vita hvað þú átt að gera ef þú skyldir villast og hvernig þú getur aukið líkurnar á því að þú finnist. Þú þarft að vita hvar þú átt heima, kunna utanað símanúmer foreldris/forráðamanns þíns og hafa upplifað að vera aleinn í náttúrunni í skamma stund.