Raddsterk

Um færnimerkið

Til að lýðræðið virki þá er mikilvægt að öll geti látið í sér heyra og að á þau sé hlustað. Það er einnig mikilvægt að skilja hvernig lýðræðislegar ákvarðanir eru teknar og hvernig þú getur haft áhrif á ákvarðanatökuna. Með því að vinna að færnimerkinu lærir þú hvernig lýðræðið virkar og hvernig þú getur látið þína rödd heyrast, tekið virkan þátt og haft áhrif.

Kröfur

Til að fá færnimerkið „Raddsterk“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Geta útskýrt hvað er fólgið í hugtakinu lýðræði, til dæmis með því að útskýra 5 orð sem tengjast því. • Láttu rödd þína heyrast með því að taka þátt í lýðræðisleik eða kosningu/kjöri um eitthvað sem þig varðar. • Búðu til eitthvað sem hjálpar öðrum að skilja hvað lýðræði er, t.d. leikrit, veggspjald eða listaverk. • Taka þátt í ákvarðanatöku í sveitinni þinni eða félaginu þínu, t.d. í skipulagningu á viðburði eða aðalfundi.