Neisti

Um færnimerkið

Það er gott að vita hvernig hægt er, á einfaldan og öruggan hátt, að kveikja upp og viðhalda báli til að orna sér við, elda eða búa til notalega stemningu. Æfðu undirstöðuatriðin í meðferð elds með því að vinna að “Neisti” færnimerkinu.

Kröfur

Reynir á ● Lausnaleit ● Náttúruvitund ● Samvinnu. Til að fá færnimerkið “Neisti” þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: ● Kveikja á eldspýtu og nota hana til að kveikja upp í lukt eða báli. ● Þekkja hætturnar sem geta skapast af opnum eldi og ræða um hvernig á að haga sér nálægt honum. ● Vita hvað þú átt að gera ef þú brennir þig.