Meistarakokkur
Um færnimerkið
“Meistarakokkur” er framhald af færnimerkinu “Kokkur”. Hér er áherslan á að fræðast enn meira um mat og matargerð auk þess að verða enn færari sjálfur í matargerðarlistum.
Kröfur
Til að fá færnimerkið “Meistarakokkur” þarftu að hafa lokið færnimerkinu “Kokkur”. Einnig þarftu að skipuleggja matseðil fyrir vikulanga útilegu, tvær helgar eða sambærilegt. Það felur í sér að gera kostnaðaráætlun, velja mat sem er við hæfi fyrir tilefnið, auk þess að hafa í huga geymslu á honum miðað við gildistíma, næringargildi, hollustu og eldunaraðferðir. Ekki gleyma að athuga hvort einhver í hópnum er með matarofnæmi eða er t.d. grænkeri. Að sjálfsögðu þarf líka að huga að mannúðar- og réttlætissjónarmiðum þegar maturinn er valinn.