Loftslag

Færnimerki Loftslag

Um færnimerkið

Þátttaka ungs fólks í baráttunni gegn loftslagsvánni er alheimsafl sem hefur áhrif á ríkisstjórnir, stórfyrirtæki og annað fólk í valdastöðum um heim allan. Taktu þátt í baráttunni! Lífsstíll okkar hefur áhrif jörðina en lofthjúpur hennar hlýnar með hverju árinu. Koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir safnast fyrir í lofthjúpnum og valda hnattrænni hlýnun með tilheyrandi náttúruhamförum, bráðnun jökla, hækkandi sjávaryfirborði, ofsaveðrum og þurrkum. Það hefur óhjákvæmilega mikil áhrif á líf okkar í nútíðinni og til framtíðar og við verðum að bregðast við til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Í sameiningu getum við komið með nýjar og ferskar hugmyndir til að hægja á þessari neikvæðu þróun.

Kröfur

Til að öðlast færnimerkið „Loftslag“ þarftu að gera eftirfarandi: