Leysa

Færnimerki Leysa

Um færnimerkið

Að reyna að leysa gátur, dulmál eða þrautir er skemmtileg áskorun fyrir flesta en það er ekki síður gaman að geta haft samskipti við aðra án þess að utanaðkomandi viti hvað þið eruð að segja, skrifa eða teikna.

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Leysa” þarftu að læra á eða búa til tvær mismunandi tegundir af dulmáli eða “leynitungumáli”. Þú þarft bæði að leysa skilaboð frá öðrum og búa til þín eigin skilaboð með dulmálinu eða leynitungumálinu. Einnig þarftu að leysa verkefni og þrautir sem byggja á fjölbreyttum grunni eins og krossgátur, myndagátur, fjársjóðsleit eða sudoku.
1