Klifur

Um færnimerkið

Að klifra í klifurvegg eða úti í náttúrunni er ótrúlega frelsandi. Þú stefnir sífellt hærra og hærra þar til toppnum er náð! En klifur krefst líka mikils undirbúnings og öryggis sem þarf að kynna sér vel áður en haldið er á hamarinn!

Kröfur

Til að fá færnimerkið „Klifur“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Þekkja og kunna á öryggisbúnaðinn, helstu öryggisreglur, læra helstu hnúta og þekkja helstu munnlegu skipanir sem eru notaðar í klifri. Þegar klifrað er úti í náttúrunni þarf einnig að huga að neyðarsíma, gera viðbragðsáætlun ef slys ber að garði og vita hvernig á að haga sér á klifurstað. • Kunna helstu fyrstu hjálp sem grípa þarf til í klifri, svo sem við meiðslum vegna falls, tognunar, brota, bruna frá reipi/köðlum og skurðum eftir hvassa steina. • Hafa klifrað upp vegg með toppfestingu og svo sigið aftur niður. • Þekkja helstu reglur varðandi almannarétt í klettaklifri.