Kamarinn

Um færnimerkið
Við förum á klósettið á hverjum degi og yfirleitt án þess að hugsa mikið um það. Það er mikilvægur hluti af daglegum hollustuháttum okkar. Ef allur líkaminn á að vera hamingjusamur þurfum við að hugsa um magann og allan líkamann. Þegar við erum úti í ævintýraferðum getur þetta þó verið ein flóknasta og erfiðasta stundin. Hvar, hvenær og hvernig ætti ég að gera þarfir mínar? Og hvernig geri ég það á hreinlegan og öruggan hátt?
Kröfur
Til að fá færnimerkið „Kamarinn“ þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi: • Ræddu hvernig þú hugsar um persónulegt hreinlæti og gerir þarfir þínar þegar þú hefur ekki aðgang að venjulegu salerni. Hvernig ferðu að ef þú ert á blæðingum?
• Þekkja þær reglur sem gilda á kömrum og hvernig þú gerir þarfir þínar á stöðum þar sem ekki er aðgangur að salerni, kamar eða þess háttar.
• Ræddu hvernig hægt er að gera á kamarinn eða ferðasalernið að öruggum og eðlilegum stað.
• Ræddu hvernig þú hugsar um líkama þinn þegar þú ert í útilegu eða á ferð þannig að þér líði líkamlega vel. Hvað þarftu að hugsa um auk þess að viðhalda hreinlæti þegar kemur að mataræði, svefni og andlegri heilsu.
• Hafa talað um magaverki og að hafa lausar eða harðar hægðir og hvernig maður meðhöndlar það þegar maður hefur ekki aðgang að heimili og salerni.