Hinseginleikinn

Um færnimerkið

Sem betur fer erum við öll ólík og mismunandi. En í samfélaginu okkar eru alls kyns óskrifaðar reglur og viðmið sem segja þér hvernig þú átt að vera og hvernig þú átt að hegða þér, t.d. í sambandi við kyn, kynhlutverk, kynvitund og kynhneigð. Fólki sem á einhvern hátt brýtur gegn þessum reglum og viðmiðum er, því miður, ekki alltaf mætt með skilningi og samþykki. Oft skilgreinir það fólk, sem brýtir gegn þessum reglum, sig sem hinsegin og þegar þau mæta mótlæti sökum kyns, kynhlutverks, kynvitundar eða kynhneigðar sinnar þá eru það fordómar. Það er mikilvægt að kynna sér hugtök sem tengjast kyni, kynhlutverkum, kynvitund, og kynhneigð og átta sig á því að við erum ekki öll eins. Þetta getur hjálpað okkur að bregðast við með skilningi þegar fólk í kringum okkur tjáir sig um þessi mál eða jafnvel kemur út úr skápnum sem hinsegin. Það skiptir máli að öll geti upplifað að þau eigi sinn stað í samfélaginu og að þeirra rödd og tilvera skipti máli. Það er mikilvægt að hafa í huga að hvert og eitt okkar hefur rétt til að velja hvenær, hvernig og við hvern rætt er um okkar eigin kynvitund og kynhneigð. Það skuldar enginn öðrum útskýringu á kyni sínu, kynhlutverki, kynvitund eða kynhneigð. Með því að vinna að færnimerkinu getum við hjálpað til við að gera viðmið um kyn og kynhneigð sýnilegri og stuðlað að auknum skilningi á fjölbreytileika samfélagsins.

Kröfur

Til að öðlast færnimerkið „Hinseginleikinn“ þarftu að gera eftirfarandi: